top of page
Guðmundur F. Magnússon

Um mig

Ég hef þýtt, prófarkalesið og bætt texta úr ýmsum áttum í gegnum árin á nokkrum tungumálum. Efni textanna hefur tengst t.d. markaðsmálum, stjórnmálum og menntun.


Sem þýðandi hef ég m.a. þýtt og staðfært markaðs- og kynningarefni fyrir netið. Einnig hef ég þýtt og staðfært mikið magn efnis fyrir Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og birt á vefnum Globalis, sem er gagnvirkur heimsatlas með upplýsingum um ríki heims, átök o.fl. Ég þýði reglulega markaðsefni fyrir netið í starfi mínu sem sérfræðingur í markaðssetningu á netinu. Dæmi um slíkt efni eru auglýsingar og leitarvélabestaðir textar á ensku, íslensku og dönsku. Leitarvélabestun (e. SEO) merkir að skrifa texta þannig að auðveldara verði að finna þá á leitarvélum.


Ég hef lesið yfir lokaritgerðir háskólanema í greinum á borð við íþróttafræði, lögfræði, stjórnmálafræði og sálfræði. Auk þess hef ég tekið að mér yfirlestur á heimildaskrám samkvæmt APA-kerfinu.

bottom of page