top of page

Umsagnir viðskiptavina um þjónustuna

UMSAGNIR

Guðmundur las yfir MSc ritgerð mína í heilbrigðisvísindum. Þjónustan var fljót og góð og tölvupóstum var svarað mjög fljótt. Hann kom með ábendingar um orðalag og færði rök fyrir tillögum sínum að betri orðanotkun í setningum, sem reyndist mjög hjálplegt. Það gerði hann bæði í íslenskum og enskum texta. Hann fór vel yfir stafsetningu og málfar og öll tímamörk stóðust. Ég var mjög sátt við þjónustuna og mæli tvímælalaust með Guðmundi.

- Fjóla Sigríður Bjarnadóttir

Guðmundur prófarkalas lokaritgerðina mína til BSc gráðu. Þjónustan var afar fagmannleg í alla staði og voru öll samskipti jafnframt þægileg. Vinnubrögð Guðmundar eru framúrskarandi og kom hann með markvissar og góðar ábendingar. Guðmundur fær mín bestu meðmæli og myndi ég hiklaust leita til hans aftur.

 - Kristján Óli Guðbjartsson


Guðmundur veitir hágæða þjónustu. Hann hefur farið yfir tvö handrit hjá mér og skilað með vönduðum og góðum frágangi. Hann er ekki eingöngu að lesa yfir heldur bætir hann líka við athugasemdum sem nýtast vel við gerð handritsins. Hann aðstoðar með stafsetningu, málfar og gefur einnig tillögur um hugmyndir varðandi orðalag og samhengi textans. Hann er faglegur og vandvirkur. Ég mun hiklaust mæla með honum Guðmundi.

- Ástþór Ólafsson

 

Get ekki annað sagt en frábær þjónusta! Vinnur hratt og ofboðslega vel. Virkilega vönduð vinnubrögð og kemur með mjög góðar ábendingar að lagfæringum. Gæti ekki verið ánægðari! Myndi án efa mæla með þinni þjónustu.

- Alexandra Sæmundsdóttir

Fengum Guðmund til þess að lesa yfir lokaritgerðina okkar í viðskiptafræði, ritgerðin var á ensku og fengum við mjög góðar ábendingar varðandi málfar, stafsetningu og heimildaskrá.

- Björgvin Smári Halldórsson

Góður prófarkalestur og sveigjanleg þjónusta, mæli með!
- Kara Líf Ingibergsdóttir

Við vorum mjög sáttir við yfirferðina. Það var mjög þægilegt að laga villurnar í gegnum Word og þú fannst villur sem við hefðum aldrei tekið eftir sjálfir.

- Þorvaldur Breki Böðvarsson

Fljót og góð vinnubrögð. Ég heyrði í Guðmundi með stuttum fyrirvara og hann tók að sér að fara yfir meistararitgerðina mína sem hann skilaði með ítarlegum athugasemdum. Mæli eindregið með þessari þjónustu.

- Grímur Óli Grímsson

Guðmundur fór yfir MSc ritgerðina mína sem er á ensku. Virkilega hröð og góð þjónusta, öllum fyrirspurnum svarað strax og ítarlega farið yfir allar stafsetningar- og málfræðivillur. Fær mín bestu meðmæli.

- Harpa Guðlaugsdóttir

Vantar þig þýðingu eða prófarkalestur? Hafðu samband og fáðu tilboð í verkið!

Guðmundur F. Magnússon
bottom of page