top of page

Friðhelgisstefna fyrir www.gudfm.com

Friðhelgisstefnan fjallar um hvernig persónuupplýsingum er safnað, deilt og þær nýttar þegar þú ferð inn á https://www.gudfm.com/ (hér eftir “Síðuna”).

Hvaða persónuupplýsingum er safnað?

Þegar þú ferð inn á Síðuna, er upplýsingum sjálfkrafa safnað um tækið þitt, þ.m.t. um vafra, IP tolu, tímabelti og sumar af þeim vefkökum sem eru á tækinu þínu. Ennfremur er upplýsingum safnað um hvaða undirsíður þú skoðar, hvaða vefsíður vísuðu þér inn á Síðuna og hvernig þú notar síðuna. Allar þessar upplýsingar flokkast undir “tækjaupplýsingar”.


Við söfnum tækjaupplýsingum með eftirfarandi tækni:

-    Vefkökur eru litlar textaskrár sem hýstar eru á tæki eða tölvu notanda og innihalda oft nafnlaust einstakt auðkenni. Fyrir frekari upplýsingar um vefkökur og hvernig má afvirkja þær, sjá: http://www.allaboutcookies.org.


-    Log-skrár rekja aðgerðir á Síðunni og safna gögnum á borð við IP-tölu, gerð vafra, þjónustuveitanda netþjónustu, vefsíður sem vísa notendum inn á Síðuna og undirsíður sem notendur skoða áður en þeir fara út af Síðunni auk dagsetninga og tímasetninga.


-    „Vefmerki (e. Web beacons)“, „merki (e. tags)“ og „dílar (e. pixels)“ eru rafræn skjöl sem vista upplýsingar um hvernig notendur nota Síðuna.

Þegar fjallað er um „persónuupplýsingar“ í þessari friðhelgisstefnu, er átt við tækjaupplýsingar og pöntunarupplýsingar.

Úrvinnsla persónuupplýsinga

Við notum tækjaupplýsingar sem við söfnum til þess að skima fyrir mögulegum hættum og svikum (einkum í tengslum við IP-tölu notenda), en einnig til þess að bæta Síðuna (t.d. með því að rýna í notkunartölur og virknitölur notenda á síðunni og til þess að meta árangur markaðsherferða). 

 

Viðtakendur persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar fara í gegnum aðra þjónustuveitendur, til þess að unnt sé að vinna úr þeim. Til dæmis er notast við Google Analytics til þess að greina notkun notenda á síðunni. Hér má lesa um hvernig Google notar persónuupplýsingar notenda:


https://www.google.com/intl/en/policies/privacy/.

 

Að auki er hugsanlegt að persónuupplýsingum verði deilt ef gildandi lög eða reglur krefjast þess, vegna vitnastefnu, húsleitarheimildar eða sambærilegra lagalegra krafna sem upp kunna að koma, eða í því skyni að gæta réttar okkar.

 

Auglýsingar byggðar á nethegðun

Eins og fram hefur komið, eru persónuupplýsingar nýttar til þess að bæta miðun auglýsinga og sýna notendum auglýsingar sem taldar eru við hæfi hvers og eins. Frekari upplýsingar um hvernig miðaðar auglýsingar á netinu virka má sjá á upplýsingasíðu Network Advertising Initiative („NAI“) á http://www.networkadvertising.org/understanding-online-advertising/how-does-it-work.

Hafna má miðuðum auglýsingum á eftirfarandi síðum þjónustuveitenda:


Facebook - https://www.facebook.com/settings/?tab=ads
Google - https://www.google.com/settings/ads/anonymous
Bing - https://advertise.bingads.microsoft.com/en-us/resources/policies/personalized-ads


Ennfremur má afþakka sumar af þessum þjónustum á eftirfarandi síðu Digital Advertising Alliance:


http://optout.aboutads.info/.

Ekki safna upplýsingum (e. Do not track)

Athugið að upplýsingasöfnun síðunnar breytist ekki þótt svokkallað “Do not track” merki berist frá vafra notanda.

 

Réttindi notenda

Þeir sem búsettir eru í Evrópu hafa rétt á að nálgast persónuupplýsingar sem um þá er haldið og að óska þess að þær séu leiðréttar, uppfærðar eða þeim eytt. Vilji notandur nýta þennan rétt má hafa samband við okkur í tölvupósti eða símleiðis.


Þar að auki er rétt að benda notendum búsettum í Evrópu á að upplýsingum er safnað í því skyni að standa við samkomulög sem kunna að hafa verið gerð eða til þess að bæta þjónustu eins og skýrt er að ofan. Einnig er bent á að upplýsingarnar fara utan Evrópu, s.s. til Kanada og Bandaríkjanna.

Varðveisla gagna

Þegar þú pantar þjónustu í gegnum Síðuna, varðveitum við pöntunarupplýsingar nema ef notandi óskar sérstaklega eftir að þeim verði eytt.

Fyrirvari um breytingar

Þessi friðhelgisstefna getur tekið breytingum endrum og eins, t.d. ef til koma breytingar á starfsháttum okkar eða þjónustu eða vegna lagalegra ástæðna.

Hafa samband

Ef frekari upplýsinga er óskað um friðhelgisstefnuna eða ef spurningar vakna, er velkomið að hafa samband með tölvupósti á gudfmag@gmail.com

bottom of page