top of page

Tek að mér þýðingar úr ensku og dönsku yfir á íslensku.

Þýðingar og staðfærsla

Vantar þig þýðingu? Hafðu samband og fáðu tilboð í verkið!

Guðmundur F. Magnússon þýðandi

Reynsla og fyrri störf við þýðingar

Ég þýði efni úr ensku á íslensku, íslensku á ensku, dönsku á íslensku og dönsku á ensku.

Ég hef þýtt fjölda texta úr ensku á íslensku, íslensku á ensku og úr ensku á dönsku, einkum fyrir netið. Ég hef meðal annars þýtt markaðs- og kynningarefni og efni tengt alþjóðamálum og stjórnsýslu. Einnig hef ég þýtt nokkra leiðarvísa úr ensku á íslensku. Ég vann sem þýðandi fyrir Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi 2012 - 2015 og þýddi ýmsa texta um átök í heiminum yfir á íslensku fyrir vefinn Globalis.

Leiðbeinandi verð má sjá í verðskrá þýðinga:

 

 

 

Lágmarksverð fyrir þýðingu í eitt skipti er 15 þúsund krónur, að öðru leyti gildir verðskráin hér að ofan.

Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál. Best er að fá texta senda á Word-sniði en pdf, Excel og fleiri algeng skráasnið koma einnig til greina í flestum tilvikum. Ég renni yfir alla frumtexta áður en ég tek að mér þýðingar og get þannig gert tilboð í hvert einstakt verk byggt á áætluðu erfiðleikastigi þess. 

 

Ég tek einnig að mér prófarkalestur.

 

Úr umsögnum viðskiptavina:

„Hann fór vel yfir stafsetningu og öll tímamörk stóðust.“

„Guðmundur fær mín bestu meðmæli og myndi ég hiklaust leita til hans aftur.“

„Get ekki annað sagt en frábær þjónusta! Vinnur hratt og ofboðslega vel.“

Sjá nánar hér.

20210101_Þýðingar verð.PNG
Þýðingar úr ensku
bottom of page