Sjálfstætt starfandi þýðandi frá árinu 2018.
Þýðandi
Störf mín sem þýðandi
-
Ég hef starfað sjálfstætt sem þýðandi í hlutastarfi frá ársbyrjun 2018. Áður hafði ég þýtt annað slagið í aðalstarfi mínu við markaðssetningu og í sjálfboðavinnu fyrir Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
-
Hef þýtt mikið af markaðsefni og öðrum textum fyrir netið á auglýsingastofum, s.s. auglýsingar, blogg og vefsíðutexta
-
Hef einnig þýtt t.d. bæklinga, leiðarvísa fyrir rafhjól og rafhlaupahjól, skattframtöl og ársskýrslur
-
Dæmi um þýðingar frá mér:
-
Smartspaces.is, vefsíða um snjallheimili þýdd úr ensku á íslensku árið 2021
-
Textar um átök í heiminum þýddir úr norsku á íslensku fyrir Globalis.is árin 2014 og 2015, t.d. um arabíska vorið, Kúrdistan og Líbanon
-
Nánari upplýsingar um þýðingar og leiðbeinandi verð.
Ég tek einnig að mér prófarkalestur.
Úr umsögnum viðskiptavina:
„Hann fór vel yfir stafsetningu og öll tímamörk stóðust.“
„Guðmundur fær mín bestu meðmæli og myndi ég hiklaust leita til hans aftur.“
„Get ekki annað sagt en frábær þjónusta! Vinnur hratt og ofboðslega vel.“
Sjá nánar hér.
